24.10.1984
Neðri deild: 6. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (287)

6. mál, orka fallvatna

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég verð að játa að ég er mjög hrifinn af því að hv. 1. flm. málsins vísaði til ræðu sinnar í Alþingistíðindum í fyrra. Ég mun hafa sama háttinn á. Ég vísa einungis til þess sem ég sagði þá. Ég vísa enn fremur til þess nál. sem ég stóð að og prentað er hér sem fskj. með frv. og grg. dr. Gauks Jörundssonar um „Eignarnámsákvæði stjórnarskrárinnar og setningu löggjafar er lýsir réttindi til virkjunar vatna ríkiseign.“ Á þeim grundvelli sem þar er lagður vil ég bara, herra forseti, taka það fram að skoðun mín er óbreytt og ég er andvígur samþykkt þessa frv.