09.05.1985
Neðri deild: 66. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5047 í B-deild Alþingistíðinda. (4344)

248. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil beina lítilli fsp. til hv. 3. þm. Reykv. Ég heyrði ekki betur en hann segði að við tækjum við miklum verðmætum frá annarri þjóð og hefðum ekki byggt yfir þau verðmæti. Ég vildi biðja hv. þm. að skýra við hvað hann á. (SvG: Ég held að hæstv. ráðh. hafi misskilið orð mín í miklum mæli.) Eða misheyrst. (SvG: Eða misheyrst.) Ef um misheyrn var að ræða er það gott því að ég held að það séu fyrst og fremst íslensk verðmæti sem við erum að byggja yfir þegar við byggjum þjóðarbókhlöðu. Það hvarflaði að mér hvort það gæti verið að hv. þm. væri að tala um skil handritanna, en yfir þau hefur verið byggð mjög góð bygging, Árnagarður. Það hefur væntanlega ekki verið það sem hann átti við, enda var þar um íslensk verðmæti að ræða líka.