23.04.1986
Efri deild: 91. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4565 í B-deild Alþingistíðinda. (4375)

442. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Frú forseti. Ég skal ekki lengja þessa umræðu en fyrst spurt er af hverju ríkisstj. hengir sig í þetta veð sem tilgreint er í frv. , þá er þess að geta eins og fram hefur komið að um önnur veð er ekki að ræða fyrir þeirri ríkisábyrgð sem hér er lagt til að verði heimiluð og ríkisstj. er ekki tilbúin að slaka meira á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir þessari heimild og fyrir því stendur þetta skilyrði.