26.11.1985
Neðri deild: 20. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 949 í B-deild Alþingistíðinda. (751)

134. mál, álbræðsla við Straumsvík

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég mun ekki ræða þetta frv. efnislega hér við þessa umræðu. Ég kem hér í ræðustól til að upplýsa háttvirta þingmenn, sérstaklega hv. 3. þm. Reykv. Svavar Gestsson og hv. 5. þm. Austurl. Hjörleif Guttormsson, um að við munum að sjálfsögðu athuga þetta mál mjög ítarlega í iðnn. deildarinnar, eins og við reyndar athugum öll mál þar, og upplýsa það að fullu þannig að hv. þingdeild þurfi ekki að ganga að því gruflandi til hvers hún er að taka afstöðu þegar málið kemur hér til annarrar umræðu.

Umr. (atkvgr.) frestað.