13.03.1987
Efri deild: 62. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4125 í B-deild Alþingistíðinda. (3737)

420. mál, Innheimtustofnun sveitarfélaga

Frsm. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Hv. fjh.- og viðskn. hefur rætt þetta mál og m.a. fengið til fundar við sig Hallgrím Snorrason hagstofustjóra og aðstoðarmann hans Valdimar Ólafsson.

Þetta mál var ítarlega skýrt hér í dag í framsöguræðu hæstv. fjmrh. og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það sem þar var sagt. Þetta er einfalt í sniðum, raunverulega um tvennt að ræða, að reikna byggingarvísitölu út mánaðarlega og eins að ekki þurfi sérstök lög í hvert sinn sem ný byggingarvísitala er útreiknuð. Það hljóta, held ég, allir að vera sammála þessu frv.

Tveir nefndarmanna voru fjarstaddir við afgreiðslu, þau Ragnar Arnalds og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.