18.12.1987
Neðri deild: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2545 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

Uppprentun þingskjala

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég vænti þess að við getum stytt þessar umræður um þingsköp.

Það hendir að pennaglöp verða og forseti á þá til að upplýsa hv. deild um það og varpa því fram hvort einhver hafi eitthvað við það að athuga að hann leiðrétti slík pennaglöp í prentun þingskjala án frekari umsvifa. En í þessu falli er ekki því til að dreifa. Málið hefur verið afgreitt út úr deildinni og það er tvennt til, annað tveggja að hv. Ed. afgreiðir málið eins og það fór úr hendi hv. Nd. eða að málið kemur aftur til hv. deildar.