132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

tóbaksvarnir.

388. mál
[19:47]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Samkvæmt gildandi lögum má ég ekki segja: Ég hef aldrei reykt Camel. Ég má ekki segja það í fjölmiðlum. Þetta er náttúrlega alveg fáránlegt. Þetta er brot á málfrelsi og skoðanafrelsi.

Ákvæðið er í 7. gr. laganna og hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi.“

Svo kemur, með leyfi forseta:

„Með auglýsingum er í lögum þessum m.a. átt við:

3. hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra.“

Ég legg til að þetta ákvæði verði fellt niður. Mér finnst fráleitt að mega ekki segja í fjölmiðlum frá því að Jón frændi hafi alltaf reykt Camel og hann sé því miður ekki dáinn enn þá.