133. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2007.

veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi.

643. mál
[18:25]
Hlusta

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum með frumvarpinu einmitt að tryggja réttarstöðu eftirlitsaðila okkar til að þeir geti komið sterkari inn og tekið kannski betur á en oft áður.

Varðandi alþjóðasamninga er náttúrlega mikilvægt að við reynum að ná meira samkomulagi og samvinnu við aðrar þjóðir til að taka á sjóræningjaveiðum. Þetta er kannski upphafið og ákveðið frumkvæði sem við höfum tekið.

Hvað viðvíkur klippunum held ég að það sé kannski síðasta úrræðið. Við gætum þurft að nota þær en ég er ekki nógu sterkur lagalega séð hvernig það mundi virka. Ég tel að réttur okkar sé mjög mikill að beita klippunum innan landhelgi okkar.