135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan.

273. mál
[15:19]
Hlusta

Ellert B. Schram (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki svarað fyrir alla mannkynssöguna eða allt það sem á hefur gengið, hvar ég hafi verið og hvað hafi gerst. Ég vil bara endurtaka það að þessi umræða snýst um afstöðu okkar til mannréttinda. Mannréttindi hafa verið brotin með fólskulegum hætti í Afganistan. Það vitum við öll, við þurfum ekki að fara yfir það. Það er skylda Íslendinga að taka þátt í viðleitni alþjóðasamfélagsins til að standa vörð um frið og öryggi og reyna að aðstoða þessa þjóð til að ná aftur reisn og gæta þeirra lágmarksmannréttinda sem við öll gerum kröfu um. Við eigum ekki að svíkjast undan merkjum og við eigum að bera ábyrgð á þeirri afstöðu sem alþjóðasamfélagið hefur tekið um að reyna að koma á friði og öryggi í þessu hrjáða landi.