136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[15:21]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Miðað við hvað hv. þm. Árni Páll Árnason á auðvelt með að fella dóma um frammistöðu einstakra embættismanna og stofnana held ég að kannski hafi verið óþarfi að setja á fót rannsóknarnefnd hér fyrir jólin, sem á að skila niðurstöðu síðar á þessu ári, til að fjalla um orsakir og aðdraganda bankahrunsins. Við getum bara leitað til hv. þm. Árna Páls Árnasonar og fengið hann til að koma með skýringar einn, tveir og þrír. (Gripið fram í.)

Vegna þess sem hefur verið rætt í þessari umræðu finnst mér ástæða til að fá fram sjónarmið hv. þm. Árna Páls Árnasonar. Ég veit að hann situr ekki í ríkisstjórninni og er þar af leiðandi ekki flutningsmaður þessarar tillögu, nema óbeint. En ég velti hins vegar fyrir mér hvort honum sýnist að undirbúningur (Forseti hringir.) málsins hafi verið faglegur og byggður á (Forseti hringir.) faglegu mati. Sýnist honum að undirbúningurinn byggi á einhverri greiningu á (Forseti hringir.) því hvaða markmiðum á að ná og hvernig á að ná þeim?