136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:04]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég treysti því að forseti skoði það með miklum velvilja. Það er komið fordæmi fyrir því að gera slíkt hlé og ég treysti því að það sé jafnframt gert þegar sjónvarpað er frá fundum sem eru á landsbyggðinni. Við reiknum með því að hlé verði gert og forseti taki það til vinsamlegrar athugunar að tilkynna það strax þannig að við vitum af því að þannig verði því háttað.