137. löggjafarþing — 11. fundur,  28. maí 2009.

leiðrétting mismæla.

[23:15]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég hef svo sem ekki mikið við fundarstjórnina að athuga. En ég ætlaði að biðja þingheim afsökunar á því að það munaði einu núlli hjá mér í umræðu áðan þannig að í staðinn fyrir 5 milljarða vildi ég hafa sagt 500 milljónir. Það minnkar alvöru málsins eitthvað en ekki nægilega mikið til þess að þið eigið að greiða því atkvæði.

(Forseti (RR): Það er ljóst að hv. þingmaður ræddi ekki fundarstjórn forseta.)