137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[11:57]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum hv. Siv Friðleifsdóttur fyrir góð ráð. Ég lít á þetta fyrst og fremst sem slíkt þegar hún veltir hér upp af hverju þetta gangi svo hægt og þetta snúist í raun og veru um forgangsröðun og áherslu á málaflokkinn. Eitt af því sem kemur fram í nýjum samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar er að auka áherslu á náttúruvernd og auka verulega á þá forgangsröðun. Svoleiðis að ég tek þessar ábendingar til mín um það að beita mér. Hv. þm. Eygló Harðardóttir nefnir hér tillögugerð og því um líkt í því efni að það verði jafnvel ríkari áherslur á friðlýsingar í starfi Umhverfisstofnunar, að stofnunin fái betra svigrúm til að sinna þeim þætti til starfsemi sinnar.