137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[15:52]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan: Það takast á tvö sjónarmið í þessu máli. Við viljum koma ákvörðunum sem snerta atvinnulíf okkar sem allra lengst frá pólitíkinni (Gripið fram í.) en við viljum hafa pólitíska ábyrgð á þeim fjármunum sem fara þar inn. (REÁ: Brandari.) Vegna þess að þessi tvö sjónarmið togast að einhverju leyti á tel ég að það form sem við höfum komist að samkomulagi um í meirihlutaáliti nefndarinnar sé það besta í vondri stöðu.