137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ef eitthvað er mikilvægt þá er það að eftirlit Alþingis sé algerlega skýrt og það liggi fyrir hvernig Alþingi ætlar að haga eftirliti með samningunum. Það er einfaldlega of mikið í húfi til að við vöndum okkur ekki eins og okkur ber að gera. Framsóknarmenn greiða því ekki atkvæði með þessari breytingartillögu.