138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:10]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Komið hafa upp ný álitamál í 2. umr. og reyndar fyrir 2. umr. líka. Ég tel tvímælalaust að senda eigi málið aftur til nefndar og skoða þau álitamál vel vegna þess að hagsmunirnir fyrir Íslendinga eru það miklir að það væri hreint og beint kæruleysi — ég get ekki notað orðið sem ég vildi helst að nota, það er bannað að nota það — en það væri glapræði að gera þetta ekki. Ég held enda að það standi til að senda málið til nefndar aftur og ég ætla stjórninni það ekki að hún vilji ekki láta fjalla um þessi álitamál. Það verður væntanlega eftir að 2. umr. lýkur. Þá fer þetta í nefnd og þessi mál verða tekin fyrir og þessi atkvæðagreiðsla. Ég trúi því alla vega að stjórnin muni gera það.