138. löggjafarþing — 37. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:41]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til þess að ítreka fyrirspurn hv. þm. Eyglóar Harðardóttur þess efnis hvort sá fundur með formönnum þingflokka og forseta, sem tilkynnt var fyrr í kvöld að stæði jafnvel til að halda en ekki var tímasettur — hvort frú forseti geti upplýst okkur um það að sá fundur verði haldinn á næstunni. Ég spyr líka hvort forseti geti staðfest það sem kom fram hjá þeim forseta sem hér sat, varaforseta, að þingfundur væri fyrirhugaður í fyrramálið, kl. hálfellefu, hvort það sé rétt.

En sérstaklega hefði ég mikinn áhuga, frú forseti, á að vita hvort til stendur að halda fund með formönnum þingflokka hér á næstu mínútum eða klukkutímum.