139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[11:16]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Það sem mér finnst kristallast í þessari umræðu er að það er stefnumunur í sjávarútvegsmálum á milli Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og ríkisstjórnarinnar, og það birtist m.a. í ýmsum þeim aðgerðum sem hefur verið gripið til á (Gripið fram í.) þessu ári, og hins vegar stefnu Sjálfstæðisflokksins sem gerir allt til þess að verja núverandi kvótakerfi. Hvar sem sést einhver glufa í þá veruna þá standa menn upp til að verja núverandi kvótakerfi og skipan þess. Þegar koma svör sem þeim ekki líka eða falla ekki að (Gripið fram í.) þeirri stefnu finnst þeim ekki vera rétt svarað. (Gripið fram í.) Ég ítreka það að ráðuneytið og ég sem ráðherra tel mig vera í fullum rétti til að grípa til (Gripið fram í.) þessara aðgerða varðandi rækjuveiðarnar (Forseti hringir.) og tel reyndar að það hefði mátt gera fyrr.