139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[22:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir ágæta ræðu. Það var eitt atriði í þeirri ræðu sem ég hjó eftir og það var að ÁTVR skuli fylgja stefnu stjórnvalda í áfengismálum og ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hvað gerist ef fjármálaráðherra er drykkfelldur?