140. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2012.

rammaáætlun.

[15:11]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég held að í þessu tilviki sé algjör óþarfi að vísa í einhver bakherbergi og þaðan af síður að þau séu reykfyllt þegar þar sitja umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra sem ber samkvæmt lögum að eiga samráð um þá tillögu sem lögð er fram til þingsins. Okkur ber að kanna hvort um sé að ræða nýjar röksemdir, nýjar upplýsingar í þeim athugasemdum sem fram koma í umsagnarferlinu. Það er hluti af því að fylgja þeirri löggjöf sem um þetta mál gildir.

Við fylgjum lögunum í þessu efni, förum að lögum að öllu leyti, þannig að allar tilvísanir í bakherbergjamakk eru úr reynsluheimi hv. þingmanns. (Gripið fram í: Heyrið þið svarið?)