140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[12:07]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér gerðist það rétt í þessu, eins og ítrekað hefur gerst, að hæstv. utanríkisráðherra kemur fram með staðhæfingar sem standast engin rök. Hæstv. utanríkisráðherra heldur því fram …

(Forseti (RR): Hv. þingmaður, samkvæmt þingsköpum er óheimilt að ræða undir fundarstjórn forseta um framhald þeirrar umræðu sem fór fram.)

Hæstv. forseti. Ég vil beina því til hæstv. forseta að ræða við hæstv. utanríkisráðherra um að fjalla um þau mál sem eru til umræðu hverju sinni. Hæstv. utanríkisráðherra hefur ekki upplýsingar um það hvernig staðan er í þingsal varðandi þetta mál í dag. Ég vil beina því til hæstv. forseta að ræða við hæstv. utanríkisráðherra um það hvernig málum háttar hvað þetta snertir.