141. löggjafarþing — 45. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[00:27]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir ágætisræðu. Hv. þingmaður las upp úr tillögum ungra sjálfstæðismanna að fjárlögum og spurði hvort þær væru grunnur til að byggja á. Hvað skal segja? Vissulega er ungt fólk róttækt og hefur hugmyndir sem falla kannski ekki alveg hinum eldri í geð, en aftur á móti er hægt að miða við hluti sem koma fram og fá hugmyndir. Það eru ýmsir vinklar á málum. Til dæmis minnti fyrsta stofnunin sem ungir sjálfstæðismenn vildu skera niður mig á ljóð eftir Dag Sigurðarson sem hljómar svona, með leyfi virðulegs forseta:

Raun vísinda:

stofnun Háskólans.