141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:05]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er enn á ný verið að tryggja að aðlögunarferlið að ESB geti haldið áfram í boði og á vakt VG. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Við vitum öll að kostnaðurinn er miklu meiri. Hann er dulbúinn mjög víða í kerfinu, í ráðuneytunum, í stofnununum og úti um allt.

Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um að Ríkisendurskoðun verði falið að fara ofan í þennan kostnað. Því miður hefur sú tillaga ekki fengist afgreidd, en það er mjög brýnt að við vitum hver kostnaðurinn er í raun.

Kjarni málsins er sá að hér er með táknrænum hætti verið að segja að umsókninni skuli haldið áfram. Það er gert á vakt Samfylkingarinnar og VG, ESB-flokkanna á Alþingi.