141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

fullgilding viðbótarbókunar við samning á sviði refsiréttar um spillingu.

296. mál
[01:14]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. nr. 679, um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarbókunar við samning á sviði refsiréttar um spillingu.

Fullgilding þessarar viðbótarbókunar kallar á lagabreytingar hér á landi til að mæta þeim skuldbindingum sem viðbótarbókunin felur í sér. Í því skyni hefur innanríkisráðherra lagt fram frumvarp þar að lútandi. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir þetta rita Gunnar Bragi Sveinsson, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Helgi Hjörvar, Illugi Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Mörður Árnason.