141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[20:49]
Horfa

Sigfús Karlsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Já, þetta er eins og mér datt í hug að vinnubrögðin væru. Það sem kemur samt sem áður mjög mikið á óvart, eins og ég sagði í fyrra andsvari mínu, er að í frumvarpinu sjálfu var umsögn fjárlagaskrifstofu á þessa vegu eins og ég tjáði mig, 24 milljónir, en í nefndaráliti meiri hlutans kemur fram að meiri hlutinn hafi beðið „forsvarsmenn Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar að meta að nýju kostnaðarauka“ sem og fjárlagaskrifstofu. Þar jókst þetta rosalega á milli ára og ekki nóg með að þetta sé ekki í fjárlagafrumvarpi 2013, þetta er ekki heldur í langtímaáætlun um ríkisfjármál og þá verður afkoman þeim mun lakari með þessa fjármuni þarna.

Svo er líka eitt sem vekur svolitla furðu mína, það er að vísu í þessum tölum og verður að bæta upp þeim stofnunum, að þær verða af tekjum með þessu frumvarpi. Það er svolítið merkilegt.