141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

574. mál
[16:12]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er út af fyrir sig ágætismál, ekki stórt en af þeim toga að sjálfsagt er að styðja það. En það vekur hins vegar athygli á því og rifjar það upp að hér um bil eitt og hálft ár er liðið síðan nefnd sem átti að fjalla um lækkun húshitunarkostnaðar á hinum svokölluðu köldu svæðum skilaði áliti sínu og enn hefur sáralítið verið gert með þær tillögur. Frumvarp sem byggir algerlega á tillögum þessarar nefndar liggur óafgreitt í atvinnuveganefnd Alþingis þannig að greinilega er ekki er pólitískur vilji til að afgreiða það mál. Það ber auðvitað að harma en nú er brátt komið að lokum þessa kjörtímabils. Nýtt kjörtímabil rennur upp með öðrum pólitískum meiri hluta og við skulum vona að þar með verði þessari þrautagöngu lokið og hægt verði að framkvæma þær tillögur sem þessi nefnd lagði fram á sínum tíma.