142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:31]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er tvennt undir þessum lið. Fyrst vil ég þakka hæstv. forseta fyrir að taka vel í þá málaleitan sem var sett fram áðan um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd yrði kölluð saman til fundar og hæstv. ráðherra sjávarútvegsmála boðaður til fundar við nefndina til að gera grein fyrir vinnubrögðum sínum og stjórnsýslu að því er varðar boðun fundar með forsvarsmönnum undirskriftasöfnunar gegn breytingum á veiðigjaldi. Ég vil inna hæstv. forseta eftir því, því að nú er komið á aðra klukkustund síðan þessi beiðni var sett fram í ræðustól, hvað því líði að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé boðuð til fundar og hvort það hafi verið kannað hvort ráðherrann geti þá komið til slíks fundar.

Það var líka óskað eftir því að gert yrði hlé á þingfundi á meðan slíkur fundur yrði haldinn, en af því að klukkan er nú farin að slaga í fimm á föstudagssíðdegi vil ég líka inna hæstv. forseta eftir því hvað hann hyggst halda þessum þingfundi lengi áfram.