143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[00:14]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú ríkisstjórn sem ég sat í, ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar, kom hér á bankaskatti, að mig minnir ekki með stuðningi Sjálfstæðisflokksins þá. Við höfum lýst því yfir að við séum mjög jákvæð gagnvart þeirri útvíkkun á þeim bankaskatti sem við settum á sem núverandi stjórnarflokkar hafa lagt til, en við leggjum það ekki til í breytingartillögum því að það er að sjálfsögðu í því fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram og hafa verið boðaðar frekari breytingar á því. Því fannst okkur ekki eðlilegt að leggja fram sérstakar breytingartillögur um það.

En ég nefni hér að þeir skattar sem lagðir voru á, bæði hækkun á fjársýsluskatti og bankaskatti, skiluðu ríkinu líklega um 10 milljörðum samanlagt á þessu ári, þannig að þar höfum við líka talið eðlilegt að þessi fyrirtæki legðu sitt til samfélagsins.