143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

417. mál
[18:47]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka svörin. Það stendur kannski fyrir næstu mínútu að fá vita betur tilefnið. Verið er að styrkja kirkjuþingið og taka völd frá biskupsfundum, að mér skilst, og frá biskupi og færa undir kirkjuþingið. Ég spurði: Var eitthvert sérstakt tilefni?

Eins varðandi stjórnarskrána. Hvað kom til álita þegar menn segja sögðu eftir að hafa skoðað málið, eins og sendur í greinargerðinni, að þeir teldu ekki að það væri í andstöðu við stjórnarskrá er lýtur að þjóðkirkju og trúfrelsi í landinu. Mig langar að heyra betri útfærslu á þessu tvennu. Hvert var tilefnið?

Í þriðja lagi: Var innanríkisráðuneytið aðili að endurskoðun á heildarlögunum eða eru það eingöngu fulltrúar kirkjuþings sem vinna að þeim breytingum?