144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:23]
Horfa

Áslaug María Friðriksdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir ræðuna. Mig langaði að spyrja hv. þm. Pétur Blöndal hvort hann sé ekki sammála því að sú blandaða leið sem hefur verið rædd hér mundi ógna því að verðið sem hver og einn þyrfti að borga væri nógu lágt, einmitt það sem við erum að reyna að gera. Við erum að reyna að hafa það nógu lágt fyrir þá sem oftast þurfa að borga það. Um leið og við erum farin að hækka gistináttagjald eða taka eitthvað annað inn, t.d. komugjöld á háannatíma, eins og hér var nefnt áðan, er hv. þingmaður þá ekki sammála mér um að við værum komin langt út fyrir það gjald sem við viljum tala um fyrir þá sem við erum að vernda sem eru fjölskyldurnar hér?