144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[15:54]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil fyrst og fremst taka undir með hv. þingmanni varðandi sveitarfélögin. Ég held að það muni aldrei nokkurn tímann ganga að taka þau út úr ákvörðunarferli um mál sem skiptir þau og okkur öll og nærumhverfið eins miklu máli og raun ber vitni.

Síðan eru náttúrlega aðrir þættir sem eru líka gríðarlega mikilvægir, eins og sá þátturinn að hægt verði að taka virkjunarkosti sem eru í biðflokki og setja inn í þær áætlanir sem Landsnet og Orkustofnun véla síðan um. Það tel ég algerlega óásættanlegt þannig að á þessu frumvarpi eru stórir og smáir agnúar. Ég held að það yrði öllum til góðs að við gæfum okkur góðan tíma til að skoða þetta mál og í stað þess að keyra þessa umræðu núna alveg til enda og eiga síðan vissulega möguleika á 3. umr. mundi það bjóða upp á (Forseti hringir.) miklu markvissari og málefnalegri umræðu að gera hlé, taka málið inn í nefnd og halda umræðunni síðan áfram.