144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:15]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er dagskrá þingsins. Ef menn hafa áhuga á því að ræða húsnæðismál, þá skulum við drífa okkur í að gera það. (ÖS: En kjaramálin?) Og hv. þm. Össur Skarphéðinsson kallar hér kjaramálin og fer reglulega yfir hversu lífsreyndur hann er og gott ef hann er ekki kominn bara til himnaríkis, sem er Norðurlöndin. Hvenær hefur kjaradeila verið (Gripið fram í.) leyst úr ræðustól þjóðþings? Hvenær hefur það verið gert? (ÖS: Er það bara freki kallinn sem á að ráða?) Hér kallar einhver frekur kall fram í sem líður illa yfir eigin málflutningi. Hann veit nákvæmlega sem er að við munum því miður ekki leysa þá alvarlegu stöðu sem er í kjaraviðræðunum úr þessum ræðustól. Því miður. (Gripið fram í.) En ef menn vilja ræða húsnæðismálin þá skulum við drífa í því og þá þurfum við að ganga í það sem allra fyrst. Það eru ákveðnir aðilar sem tefja það. Ef menn vilja að málið fari í nefnd sem er mjög mikilvægt, þ.e. þessi rammaáætlun, þá skulum við klára þessa efnislegu umræðu, fara yfir hana og fara með málið í nefnd. [Frammíköll í þingsal.] Þetta er algjörlega undir stjórnarandstöðunni komið.