144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Sá böðulsháttur að láta sér detta í hug að taka ákvarðanir um fjórar risastórar virkjanir með einfaldri breytingartillögu við síðari umræðu, án þess að það fái umfjöllun í nefnd, án þess að það fái fulla umræðu á Alþingi, án þess að það fái umsagnir aðila í samfélaginu eða nokkra þinglega meðferð, er auðvitað nokkuð sem blöskrar öllum þingmönnum sem bera einhverja virðingu fyrir vinnustað sínum. Og ég frábið mér, hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, umvandanir frá þeim sem fyrir þessu standa í garð annarra þingmanna sem reyna að standa vörð um virðingu þingsins og vinnubrögðin hér, því að þetta, virðulegur forseti, er algjörlega óboðlegt.

Þess vegna er eðlilegt að taka undir tillögu hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að málið fari til nefndar og umræðunni verði ekki fram haldið, sem líka hefur verið sett fram af hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni. Og ég hvet formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins (Forseti hringir.) til þess að beita sér fyrir því að tillögur þessara góðu þingmanna nái fram að ganga.