144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:33]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vísa bara einfaldlega í það samkomulag sem hefur ríkt hér milli meiri og minni hluta í nefndinni um málið. Félagar mínir kannast við þetta og ég skil ekki að hv. þm. Svandís Svavarsdóttir skuli í fyrsta lagi ekki kannast við ræðu sína sem hún hélt í umræðunni um rammann. Það sem ég vísaði til áðan er um málaflokkinn í heild sinni, ekki þetta mál, við erum einfaldlega að tala um mál sem snýr að öllum málaflokknum.

Ég mun beita mér fyrir sátt. Það getur vel verið að þingmenn túlki þessa ræðu mína, hv. þm. Össur Skarphéðinsson túlkaði hana reyndar og kallaði fram í að hann liti á þetta sem sáttartón, en það er bara einfaldlega þannig með hv. þingmann að hún túlkar oft hlutina eins og henni hentar í hvert skipti.