145. löggjafarþing — 14. fundur,  5. okt. 2015.

bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra.

175. mál
[15:50]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegi forseti. 20% hækkun á þessum styrkjum væri ágætt fyrsta skref. En ég spyr ráðherrann eins og fleiri hér: Hefur hann tryggt stuðning ríkisstjórnarinnar við það og fjárveitingar við 2. umr. um fjárlög á næstu vikum? Í öðru lagi: Er ráðherrann ekki sammála að það sé aðeins fyrsta skref? Hlýtur það ekki að vera sjálfsögð og eðlileg réttlætiskrafa að þeir styrkir njóti sömu verðlagshækkana og sömu verðlagsbóta og allir aðrir styrkir sem veittir eru í hinu opinbera kerfi? Við verðbætum allar niðurgreiðslur í landbúnaði til að mynda. Við hækkum auðvitað alla launaliði langt umfram þær verðlagstölur með launum kannski um 3% umfram þetta á hverju einasta ári. Við hækkum bótaflokka. Það eru sjálfkrafa reikniviðmið í framlögum til ríkisstofnana um verðlagshækkanir frá ári til árs og þannig mætti lengi telja. Er það ekki markmið ráðherrans að þó að þessi 20% hækkun væri tekin núna við 2. umr. og hún hafi tryggt fjármagn í það, þá náum við þessu aftur upp á það stig sem það var áður en þessi mikla rýrnun á styrkjunum hófst?