145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[18:34]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanni fyrir þessa góðu spurningu. Mér finnst bara að við eigum að gera allt saman. Borgarskattur, gistináttagjald, það eru allt saman vel þekkt fyrirbæri. Það eru lágar krónuupphæðir. Hins vegar varðandi virðisaukaskattinn þykir mér alveg sjálfsagt að ferðamannaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við annan iðnað eða atvinnugreinar á landinu. Mér skilst að ekki séu allar seldar ferðir, Gullfoss og Geysir og því um líkt, virðisaukaskattsskyldar. Það er náttúrulega bara upplagt að nýta kerfið til þess að ná meiri peningi inn í ríkissjóð. Ég tek heils hugar undir það.