145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um fjáraukalög fyrir árið 2015 sem bera þess helst merki að vera einhvers konar redding vegna lélegrar áætlunargerðar stjórnvalda. Þegar við afgreiddum fjárlög fyrir árið 2015 bar minni hlutinn fram tillögur sem hver maður sá að þyrfti nauðsynlega að fá fjármagn til þess að framkvæma og stjórnarmeirihlutinn felldi þær tillögur en ber nú fram í fjáraukalögum tillögur til sömu verkefna. Þetta eru léleg vinnubrögð, herra forseti, og misnotkun á hlutverki fjáraukalaga.

Minni hlutinn leggur fram eina breytingartillögu sem varðar kjör aldraðra og öryrkja. Við óskum eftir því við afgreiðslu hennar að fram fari nafnakall.