145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:14]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður hefði kannski betur setið allan fundinn, þá hefði hún kannski heyrt niðurstöðu fundarins með lyfjagreiðslunefnd og forsvarsmanni lyfjanefndar. (Gripið fram í.) Niðurstaðan var að þó að ekki væri talað um fjöldatakmarkanir sjúklinga í opinberum gögnum væri sú fjöldatakmörkun við lýði í reynd.

Það er það sem fram kom á fundinum. Það eru þau tíðindi sem ég flyt hér. Auðvitað hjálpar það upp á að starfsmenn heilbrigðiskerfisins reyni að leysa málin. En þegar (Gripið fram í.) leikreglurnar eru þannig, hv. þingmaður, að lyfjagreiðslunefnd er gert að greiða ekki niður lyf eftir að ákveðnum fjölda sjúklinga er náð eru það óásættanlegar leikreglur.

Við hljótum auðvitað, herra forseti, að ganga þá fram í því að breyta leikreglunum þannig að lífsbjargandi þjónusta sé ekki háð fjárlögum. (Forseti hringir.) Við mundum ekki hætta að gera við beinbrot þegar tilteknum fjölda sjúklinga væri náð og því ætti þá eitthvað annað að gilda við niðurgreiðslu lyfja við bráðalvarlegum sjúkdómum? Að sjálfsögðu ætti það ekki að gera það. (Gripið fram í.)