145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:37]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar. Hér áðan viðurkenndi hæstv. heilbrigðisráðherra að ekki væri nóg að gert í heilbrigðismálum. Nei, peningarnir eru einfaldlega notaðir í annað. Þeir eru notaðir í skuldaniðurfellingu sem við í Bjartri framtíð höfum alla tíð verið á móti. Við teljum að þetta sé ómarkviss aðgerð og peningunum hefði verið betur varið í uppbyggingu velferðarsamfélagsins.

En það er bara þannig. Þetta er risastórt kosningaloforð (Gripið fram í: Sem er búið að standa við.) sem menn hafa staðið við en [Frammíköll í þingsal.] það var algerlega á kostnað skattgreiðenda í landinu. (Forseti hringir.) Þótt ég fengi fleiri með mér í lið á rauða takkann þá hefur þessum peningum nú þegar verið eytt í rauninni, þannig að þetta er kannski meira táknræn aðgerð, en ég mun ekki þreytast á að koma hér upp í pontu og lýsa andstöðu við þetta rugl og bruðl með almannafé.