146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð á vinnumarkaði.

435. mál
[21:09]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Í fljótu bragði virðist hér verið að setja lög um jafna meðferð, í raun jafnréttislög, sem er mjög gott. En ég get ekki séð hvernig eigi að framfylgja þeim almennilega. Markmiðið er gott, en hvernig telur hæstv. ráðherra að hægt verði að tryggja að markmiðunum verði náð? Verður aukið fjármagn til Jafnréttisstofu til að sinna þessum verkefnum eða á bara að fjölga verkefnum án þess að fjármagn fylgi? Ég átti erfitt með að sjá það þegar ég gluggaði í fjármálaáætlun hvort verið væri að auka fjármagn til Jafnréttisstofu eða ekki. Telur ráðherra að hægt sé að breyta vinnumarkaðnum, viðhorfum og fleiru, með því einu að setja lög eða verður farið í einhverjar aðrar aðgerðir meðfram þessu?