146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

afbrigði um dagskrármál.

[13:37]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Þannig er mál með vexti að eitt af þessum afbrigðum varðar áframhaldandi breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, að halda inni bráðabirgðaákvæðum sem hafa verið með þessum brag síðan 1990. Þetta eru stór ákvæði og furðulegt að við tökum þessa ákvörðun ítrekað í lok hvers þings og að enginn taki ábyrgð á þeim.

Svo erum við að fara að samþykkja ný lög sem eru með bráðabirgðaákvæði um stjórn fiskveiða.