146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[14:42]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Það fór eins illa eins og við óttuðumst. Ég veit ekki hvort rökfræði hv. þm. Vilhjálms Bjarnasonar hefur sannfært meiri hlutann endanlega um að skynsamlegt sé að láta elítu á Íslandi fá aðgang að ódýru lánsfé og að áhættan muni síðan lenda á almenningi. En þeir 32 sem felldu breytingartillöguna og ætla síðan að styðja þetta mál bera ábyrgð á því. Ég hef spurt tvisvar í þessari pontu hvenær verði nóg komið. Er það þegar 50 milljarðar eru farnir út? Eða 100? Hæstv. fjármálaráðherra hefur ekki getað svarað því eða þá nefndin. En þeir 32 sem hér greiddu atkvæði með þessu frumvarpi og gegn breytingartillögunni bera ábyrgð á því. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)