146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[21:39]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegur forseti. Ég er á nefndaráliti ásamt öllum öðrum nefndarmönnum með þessu máli öllu saman. Ég er með fyrirvara hins vegar. Sá fyrirvari lýtur að því að ég tel einfaldlega að reglur jöfnunarsjóðs eigi að gilda um þessa úthlutun þessara fjármuna. Ef það var einhvers konar munnlegt samkomulag í gangi um að það ætti að gera þetta með einhverjum öðrum hætti þá ætti ekki að vera að blanda jöfnunarsjóði inn í það. Þarna er einhver salómonsdómur um að fara einhverja millileið sem mun ekki leysa neitt að mínu viti. Það munu samt sem áður verða einhvers konar málaferli sjálfsagt á báða bóga hjá stórum sveitarfélögum og ríkum og þeim sem telja sig á þeim hallað o.s.frv., þannig að ég held að við séum bara að sjá byrjunina á þessu ólukkans máli.