146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég og við þingmenn Pírata skorum á alla þingmenn og sér í lagi þá þingmenn sem komu hér inn undir því yfirskyni að vilja kerfisbreytingar. Ég trúi því að þeir vilji það enn í hjarta sínu, að fylgja samvisku sinni og vísa þessu máli með okkur úr minni hlutanum aftur til ráðherra og ríkisstjórnar til að ráðherra geti tryggt að sú sýn sem ráðherra hefur á að þeir sem þurfa að taka sæti í þessu nýja dómstigi séu ráðherranum að skapi.

Ég vil líka segja fyrir hönd Pírata að við munum vera á rauða takkanum þegar málið verður afgreitt í heild sinni ef því verður ekki vísað frá. Það snýst ekki um þá einstaklinga sem eru að fara að taka sæti á þessu nýja dómstigi heldur um verkferlið.