148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

um fundarstjórn.

[13:00]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Bara örstutt. Mér finnst þessi umræða hafa þurft að líða fyrir það í því fyrirkomulagi sem við höfum tekið upp í þetta sinn við 1. umr. Mér þætti mun betur við hæfi að við ræddum fyrstuumræðumál eins og þau mál eru almennt rædd, þ.e. með andsvörum þannig að fólk geti tekið aftur til máls og slíkt.

Ég átta mig á því nákvæmlega hvers vegna það er svo, það er vegna þess að við erum í tímaþröng. En ég vildi bara að það kæmi fram að mér finnst þetta mál verðskulda miklu dýpri umræðu og fyrirkomulagið sem haft var núna út af því tímastressi sem við erum í gerir það að verkum að mínu mati að umræðan fær ekki að njóta sín að því marki sem hún á skilið. Ég vona svo sannarlega að þingmenn verði duglegir að taka til máls í 2. umr. um þetta góða mál til að bæta fyrir þann missi sem var að því að hafa þetta fyrirkomulag núna.