148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:23]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Hann er sjálfur hér með breytingartillögu, ég veit ekki til þess að hún hafi verið dregin til baka — hún hefur verið dregin til baka, takk fyrir þær upplýsingar, hv. þingmaður. Hún hljóðaði upp á að gildistakan yrði 31. desember 2019. Í sjálfu sér sé ég ekki muninn á því.

Hv. þingmaður spurði hvort ég teldi að vísa ætti frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar. Nei. Mér finnst að hv. Alþingi sé til þess bært að takast á við ágreiningsmál. Þetta hefur verið rætt hér nokkuð vel, vinna í nefnd, sem um þetta fjallaði, hefur verið fagleg og góð. Mér finnst mjög eðlilegt að það verði einfaldlega gengið til atkvæða um þetta mál og þeim stofnunum sem að þessu þurfa að vinna verði gefin fjögur ár til að vinna að þessu. Ég sé enga meinbugi á því, þvert á móti held ég að nægur tími sé til að takast á við allt sem mögulega gæti komið upp.