148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:08]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Ágúst Ólafur Ágústsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er búin að æpa nóg hérna, ég ætla ekki að æsa mig meira og bara taka undir það sem þó náðist samkomulag um í nefndinni, þ.e. um sameiginlega tillögu meiri og minni hluta um ábendingar til embættismannanna um framsetningu og uppsetningu. Hún skiptir máli, ég ætla alls ekki að gera lítið úr því. En ég gagnrýni pólitíkina. Ég veit að hv. þingmaður þolir það og allir í þessum sal. Ég er að gagnrýna pólitíkina varðandi háskólann, barnabæturnar, spítalann o.s.frv. Okkur greinir á um það.

Ég held samt að ágreiningurinn sé minni en hann virðist vera. En verkin tala. Að sjálfsögðu eigum við að fagna því sem vel er gert. Og aftur: Ég fagna sérhverri krónu sem fer í innviðauppbyggingu. Með því að setja fjármuni í opinbera innviði aukum við framleiðni með einum eða öðrum hætti og bætum lífskjör.