149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:32]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég hef þetta þá kannski aðeins skýrara. Telur hv. þingmaður að það sé þá einhver, eins og hann ýjaði að undir lokin, í stórútgerðinni að borga eðlileg veiðigjöld miðað við það sem verið er að leggja til hér? Er þetta ekki óhóflegt á alla? Hvar flokkar hann stórútgerðirnar? Hverjir eru þeir sem eru taldir stórútgerðaraðilar, ekki þessir litlu og meðalstóru sem allir eru að tala um? Hvar eru mörkin á milli litlu og meðalstóru útgerðarinnar og svo stórútgerðarinnar? Eru veiðigjöldin mögulega ekki of há á einhverja útgerðaraðila í dag?