149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:37]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það sem virðist vera að gerast er að íslensk fiskvinnsla er að lenda í vandræðum, hún er í samkeppnisstöðu gagnvart t.d. löndum eins og Póllandi, Litháen, Lettlandi. Það er verið að flytja mikið af fiski með gámum til Eystrasaltsins til frekari vinnslu. Okkar öflugustu hátæknivinnslur virðast vera að missa samkeppnishæfnina gagnvart vinnslunni þar þessa mánuðina.

Ég tek undir með hv. þingmanni um að verðmætasköpunin í sjávarútvegi verður mikið til í gegnum fiskvinnsluna. Menn eru að færa sig t.d. meira í land úr frystitogurum yfir í ísfisktogara og vinna meira inni í húsunum síðustu ár og treysta svolítið á samkeppnishæfnina í gegnum þessa hátækni, en nú virðist vera að verða rof. Ég spyr hvort þingmaðurinn taki undir þau (Forseti hringir.)sjónarmið varðandi samkeppnishæfnina.