149. löggjafarþing — 44. fundur,  10. des. 2018.

framkvæmdir við Arnarnesveg og um stefnumörkun í samgöngumálum.

429. mál
[16:02]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Andra Thorssyni fyrir þessa fyrirspurn um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, m.a. um Arnarnesveg. Hæstv. ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, fór mjög vel yfir málin og útskýrði mjög vel stöðu þeirra. Víða knýr þörf, það liggur ljóst fyrir, en eins og fram kom í máli annarra hv. þingmanna sem hér hafa talað er ekki bara um að ræða greiðari samgöngur á Arnarnesvegi frá degi til dags heldur er hér um gríðarlegt öryggi íbúa að ræða. Þess vegna fagna ég því sérstaklega sem fram kom í máli hæstv. samgönguráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að leita leiða til að klára þann kafla vegarins sem nær frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með nýjum áætlunum um að þessi framkvæmd verði í forgangi að flýta.